Hátíðarguðsþjónusta í Stórólfshvolskirkju kl. 10. Að guðsþjónustu lokinni býður safnaðarstjórn upp á morgunverð í safnaðarheimili kirkjunnar sem kórinn sér um.
Dymbilvika og Páskar
Skírdagur – fermingarguðsþjónustur:
Stórólfshvolskirkju kl. 11 og Krosskirkju kl. 13.
Föstudagurinn langi:
Helgistund í Hlíðarendakirkju kl. 11.
Páskadagur:
Hátíðarguðsþjónusta og morgunverður í Stórólfshvolskirkju kl. 10.
Krosskirkja kl. 13, kaffi og páskanammi í Systkinahúsi.
Aðventukvöld í Stórólfshvolskirkju
Aðventukvöld verður sunnudagskvöldið 3.desember kl.20.00, notaleg stund með ljúfum tónum kirkjukórsins. Gestur kvöldsins er sveitastjórinn Anton Kári.
Sunnudagaskólinn/Kirkjuskólinn með nýju sniði.
Sunnudagaskólinn/Kirkjuskólinn verður með öðru sniði í vetur. Hann verður í kósý stofunni í Hvolsskóla á miðvikudögum kl.16 og boðið verður uppá holla bita í upphafi stundar svo það er í góðu lagi að koma beint úr skólanum og leikskólanum.
