Aðalfundur Stórólfshvolssóknar

ATH! Vegna óviðráðanlegra aðstæðna þarf að seinka aðalfundi:

Aðalfundur Stórólfshvolssóknar verður miðvikudaginn 29. maí kl. 17 í safnaðarheimili kirkjunnar. Við hvetjum öll þau sem bera hag kirkjunnar fyrir brjósti að mæta. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf auk þess sem hugmyndir um framkvæmdir við kirkjuna verða viðraðar. Heitt á könnunni –

Verið öll hjartanlega velkomin.

Þjóðbúningamessa á Sumardaginn fyrsta

Á Sumardaginn fyrsta verður þjóðbúningamessa í Stórólfshvolskirkju kl. 13:00. Þau sem eiga þjóðbúning eru hvött til þess að koma í honum til guðsþjónustunnar. Kór prestakallsins leiðir söng undir stjórn Kristínar Sigfúsdóttur. Jódís Assa Antonsdóttir og Sigurbjörg Fríða Ólafsdóttir lesa texta dagsins og Kristín Þórðardóttir sýslumaður flytur hugvekju. Sr. Sigríður Kristín þjónar fyrir altari. Eftir guðsþjónustuna mun sveitarfélagið bjóða til kaffisamsætis í félagsheimilinu Hvolnum á Hvolsvelli.

Verið öll hjartanlega velkomin og gleðilegt sumar.

Hvernig vilt þú hafa kirkjuna?

Sóknarnefnd Stórólfshvolskirkju býður sóknarbörnum í samtal miðvikudaginn 17.apríl kl: 17.00 í Stórólfshvolskirkju. Fyrir u.þ.b. 1,5 ári síðan var kirkjan hreinsuð að utan og máluð, tréverk lagað á turninum og ýmislegt fleira. Nú er komið að því að gera þarf lagfæringar inni í kirkjunni og langar okkur að heyra skoðanir sóknarbarna á því hvernig kirkjan okkar á að líta út og hvort við viljum gera breytingar samhliða því sem þarf að lagfæra.

Hlökkum til að sjá ykkur,

Sóknarnefnd