Skanna og kanna!

Vissir þú að sóknargjaldið rennur beint til kirkjunnar þinnar?

Í Stórólfshvolskirkju notum við sóknargjöldin m.a. til að greiða fyrir:

  • Rekstur og viðhald á kirkjunni og safnaðarheimilinu
  • Laun fyrir organista
  • Barna- og unglingastarf
  • Laun fyrir meðhjálpara/staðarhaldara

Ef þú ert ekki viss hvort þú sért skráður í þjóðkirkjuna þá getur þú skannað QR kóðann á myndinni hér að neðan til að athuga það. Þann 1.desember ár hvert eru reiknaðar út greiðslur sóknargjalda fyrir næsta ár.

Guðþjónusta í Stórólfshvolskirkju 06.okt kl: 11.00

Guðsþjónustuna verður sunnudaginn 6. oktober kl 11 í Stórólfshvolskirkju þar sem Guðjón Halldór spilar á orgelið og kirkjukórinn leiðir söng. Prestur er Axel Á Njarðvík. Fermingarbörn ásamt foreldrum sérstakleg boðuð þar sem farið verður lítils háttar í það sem messuliðir ættu að virkja í sálarlífinu.

Verið öll velkomin.

Ferð fermingarbarna í Vatnaskóg 03.-04. október

Ferð fermingarbarna í Vatnaskóg verður fimmtudaginn 3. október til föstudagsins 4. október 2024.

Rúta safnar hópnum saman sem leggur af stað:

kl. 8.30 frá Grunnskólanum á Hvolsvelli Ath breyttur tími

kl. 8.45 frá Grunnskólanum á Hellu

kl. 9.05 frá Laugalandi.

Síðan verður ekið sem leið liggur í Vatnaskóg. Þar gistir hópurinn eina nótt, og dvelur við leik og fræðslu í yndislegu umhverfi til hádegis á föstudag.

Þá verður haldið heim á leið og komið að Laugalandi föstudaginn 4. október kl. 15.00, Hellu kl. 15.15 og Hvolsvelli kl. 15.30. Athugið að tímasetningar geta eitthvað riðlast á heimferðinni en miðað er við þessar tímasetningar.

Allur matur er innifalinn, ekki þarf að taka með neitt nesti. En látið mig vita ef óþol eða ofnæmi fyrir mat er til staðar og þá geta þau í Vatnaskógi brugðist við.

Meðferðis þarf að hafa;

            *  Sæng, kodda, sængurföt(sængurver,koddaver og lak) eða svefnpoka

            * Föt til skiptanna

*  Skjólgóð föt til útiveru, íþróttaföt, sundföt, snyrtidót og handklæði

*  Peninga fyrir mótsgjaldinu kr. 3.000 (sóknir og sveitarfélögin styrkja mótið)

*  Helst ætti að skilja eftir heima verðmæti eins og i-pad eða síma, en ef það er með, er það á ábyrgð eiganda.
Foreldara þurfa að biðja skólann um frí fyrir börnin.


Axel Á Njarðvík, prestur fylgir börnum og sr. Kristján Arason verður með okkur í Vatnaskógi.

Frá sóknarpresti Breiðabólstaðarprestakalls

Frá 1. september 2024 til 1. nóvember 2024 mun ég, séra Axel Á Njarðvík, héraðsprestur þjóna Breiðabólstaðarprestakalli.

Sóknarbörn Breiðabólstaðarprestakalls geta því leitað til mín um þjónustu eða viðtöl þessar vikur sem framundan eru. Sími minn er 856 1574 og yfirleitt aðgengilegur og svara eða hringi fljótt til baka. Netfang mitt er axel.arnason@kirkjan.is. Skrifstofa mín er á Hellu og get ég nýtt aðstöðuna í safnaðaarheimilinu við Stórólfshvolskirkju sem og heima í Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Fermingarstörf eru að hefjast. Fundur með foreldrum og börnum verður í safnaðarheimili Stórólfshvolskirkju eða í kirkjunni sjálfri á sunnudaginn 15. september kl. 13. Fundinum yrði lokið skömmu fyrir 14.

Kirkjuskólinn hefst í október og verður með venjubundnu sniði sem hefur verið fyrr.

Eins verða vikulegar komur á Kirkjuhvol.

Guðsþjónustur í október verða:

Þann 6. kl. 11 í Stórólfshvolskirkju

Þann 13. kl 11 á Breiðabólsstað og kl. 13 í Krosskirkju.

Kveðja og látum vitja á gott

Axel