Hvernig vilt þú hafa kirkjuna?

Sóknarnefnd Stórólfshvolskirkju býður sóknarbörnum í samtal miðvikudaginn 17.apríl kl: 17.00 í Stórólfshvolskirkju. Fyrir u.þ.b. 1,5 ári síðan var kirkjan hreinsuð að utan og máluð, tréverk lagað á turninum og ýmislegt fleira. Nú er komið að því að gera þarf lagfæringar inni í kirkjunni og langar okkur að heyra skoðanir sóknarbarna á því hvernig kirkjan okkar á að líta út og hvort við viljum gera breytingar samhliða því sem þarf að lagfæra.

Hlökkum til að sjá ykkur,

Sóknarnefnd