Skanna og kanna!

Vissir þú að sóknargjaldið rennur beint til kirkjunnar þinnar?

Í Stórólfshvolskirkju notum við sóknargjöldin m.a. til að greiða fyrir:

  • Rekstur og viðhald á kirkjunni og safnaðarheimilinu
  • Laun fyrir organista
  • Barna- og unglingastarf
  • Laun fyrir meðhjálpara/staðarhaldara

Ef þú ert ekki viss hvort þú sért skráður í þjóðkirkjuna þá getur þú skannað QR kóðann á myndinni hér að neðan til að athuga það. Þann 1.desember ár hvert eru reiknaðar út greiðslur sóknargjalda fyrir næsta ár.