Ferð fermingarbarna í Vatnaskóg 03.-04. október

Ferð fermingarbarna í Vatnaskóg verður fimmtudaginn 3. október til föstudagsins 4. október 2024.

Rúta safnar hópnum saman sem leggur af stað:

kl. 8.30 frá Grunnskólanum á Hvolsvelli Ath breyttur tími

kl. 8.45 frá Grunnskólanum á Hellu

kl. 9.05 frá Laugalandi.

Síðan verður ekið sem leið liggur í Vatnaskóg. Þar gistir hópurinn eina nótt, og dvelur við leik og fræðslu í yndislegu umhverfi til hádegis á föstudag.

Þá verður haldið heim á leið og komið að Laugalandi föstudaginn 4. október kl. 15.00, Hellu kl. 15.15 og Hvolsvelli kl. 15.30. Athugið að tímasetningar geta eitthvað riðlast á heimferðinni en miðað er við þessar tímasetningar.

Allur matur er innifalinn, ekki þarf að taka með neitt nesti. En látið mig vita ef óþol eða ofnæmi fyrir mat er til staðar og þá geta þau í Vatnaskógi brugðist við.

Meðferðis þarf að hafa;

            *  Sæng, kodda, sængurföt(sængurver,koddaver og lak) eða svefnpoka

            * Föt til skiptanna

*  Skjólgóð föt til útiveru, íþróttaföt, sundföt, snyrtidót og handklæði

*  Peninga fyrir mótsgjaldinu kr. 3.000 (sóknir og sveitarfélögin styrkja mótið)

*  Helst ætti að skilja eftir heima verðmæti eins og i-pad eða síma, en ef það er með, er það á ábyrgð eiganda.
Foreldara þurfa að biðja skólann um frí fyrir börnin.


Axel Á Njarðvík, prestur fylgir börnum og sr. Kristján Arason verður með okkur í Vatnaskógi.