Frá sóknarpresti Breiðabólstaðarprestakalls

Frá 1. september 2024 til 1. nóvember 2024 mun ég, séra Axel Á Njarðvík, héraðsprestur þjóna Breiðabólstaðarprestakalli.

Sóknarbörn Breiðabólstaðarprestakalls geta því leitað til mín um þjónustu eða viðtöl þessar vikur sem framundan eru. Sími minn er 856 1574 og yfirleitt aðgengilegur og svara eða hringi fljótt til baka. Netfang mitt er axel.arnason@kirkjan.is. Skrifstofa mín er á Hellu og get ég nýtt aðstöðuna í safnaðaarheimilinu við Stórólfshvolskirkju sem og heima í Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Fermingarstörf eru að hefjast. Fundur með foreldrum og börnum verður í safnaðarheimili Stórólfshvolskirkju eða í kirkjunni sjálfri á sunnudaginn 15. september kl. 13. Fundinum yrði lokið skömmu fyrir 14.

Kirkjuskólinn hefst í október og verður með venjubundnu sniði sem hefur verið fyrr.

Eins verða vikulegar komur á Kirkjuhvol.

Guðsþjónustur í október verða:

Þann 6. kl. 11 í Stórólfshvolskirkju

Þann 13. kl 11 á Breiðabólsstað og kl. 13 í Krosskirkju.

Kveðja og látum vitja á gott

Axel