Aðalsafnaðarfundur

Hefur þú áhuga á kirkjulegu starfi?

Hvort sem þú ert í kirkjukórnum, mætir með börnin þín í kirkjuskóla, átt barn sem tekur þátt í KFUM og KFUK starfi eða hefur einfaldlega áhuga á starfinu sem fram fer í kirkjunni okkar – þá er aðalsafnaðarfundur staðurinn þar sem þú getur kynnt þér hvað er í gangi, komið með hugmyndir og haft áhrif!

Hvert fara sóknargjöldin þín? Hvaða verkefni bíða okkar á næstunni? Vertu með okkur og taktu þátt í að móta starfið – þín rödd skiptir máli!

Við hlökkum til að hitta þig!