ATH! Vegna óviðráðanlegra aðstæðna þarf að seinka aðalfundi:
Aðalfundur Stórólfshvolssóknar verður miðvikudaginn 29. maí kl. 17 í safnaðarheimili kirkjunnar. Við hvetjum öll þau sem bera hag kirkjunnar fyrir brjósti að mæta. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf auk þess sem hugmyndir um framkvæmdir við kirkjuna verða viðraðar. Heitt á könnunni –
Verið öll hjartanlega velkomin.
